
Eldgos og jökulhlaup úr Eyjafjallajökli
14.04.2010
Eldgos er hafið í Eyjafjallajökli og vatnsflæði úr jöklinum ógnar löndum og mannvirkjum í nágrenni jökulsins. Gos er í toppgígnum en ekki í suðvesturhlíðum eins og talið var í fyrstu. Vatn flæðir niður suðurhlíðar Eyjafjallajökuls og hætta er á að vatnsmagns aukist töluvert á þeim slóðum. Vatnsrennsli hefur aukist í Markarfljóti við gömlu Markarfljótsbrúnna og hefur vatnsyfirborð hækkað mikið. Þjóðvegurinn hefur verið rofinn til þess að freista þess að hlífa brúarmannvirkjum. Óttast er um nýju brúna við Markarfljót. Vatn er auðveldlega talið geta farið yfir varnargarðana á Markarfljótsaurum.
Um 700 íbúar þurftu að rýma híbýli sín í nótt. Rýmt var frá Markarfljóti í vestri og austur að Skógum. Hringt var á þá bæi sem átti að rýma og íbúar beðnir að fara að Heimalandi, Varmahlíð og í Drangshlíð. Lögreglan á Hvolsvelli og björgunarsveitir hafa umsjón með rýmingunni. Þjóðvegur 1 er lokaður frá Hvolsvelli og austur að Skógum.
Bændum var leyft að fara inn á skilgreind hættusvæði í morgun en þeir hafa verið beðnir að yfirgefa svæðin strax.
Náið er fylgst með neysluvatni á svæðinu og bæði leiðni og sýrustig mælt tvisvar á dag. Ekkert óeðlilegt hefur komið í ljós.
Mikill gosmökkur hefur myndast og gjóskufall er til austurs. 2 km gossprunga hefur myndast og liggur hún norður - vestur. Jarðvísindamenn í TF SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flugu yfir svæðið í morgun sögðu að stór sigdæld sé umhverfis gíginn sem er uppi á hábungu jökulsins.
Bændur eru hvattir til að kynna sér viðbrögð við eldgosum. Nánari upplýsingar er að finna á vef Almannavarna á slóðinni www.almannavarnir.is og á vef Matvælastofnunar. Í síðasta Bændablaði var umfjöllun í tengslum við gosið á Fimmvörðuhálsi og þar eru ýmsar leiðbeiningar sem bændur geta nýtt sér.
Um 700 íbúar þurftu að rýma híbýli sín í nótt. Rýmt var frá Markarfljóti í vestri og austur að Skógum. Hringt var á þá bæi sem átti að rýma og íbúar beðnir að fara að Heimalandi, Varmahlíð og í Drangshlíð. Lögreglan á Hvolsvelli og björgunarsveitir hafa umsjón með rýmingunni. Þjóðvegur 1 er lokaður frá Hvolsvelli og austur að Skógum.
Bændum var leyft að fara inn á skilgreind hættusvæði í morgun en þeir hafa verið beðnir að yfirgefa svæðin strax.
Náið er fylgst með neysluvatni á svæðinu og bæði leiðni og sýrustig mælt tvisvar á dag. Ekkert óeðlilegt hefur komið í ljós.
Mikill gosmökkur hefur myndast og gjóskufall er til austurs. 2 km gossprunga hefur myndast og liggur hún norður - vestur. Jarðvísindamenn í TF SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flugu yfir svæðið í morgun sögðu að stór sigdæld sé umhverfis gíginn sem er uppi á hábungu jökulsins.
Bændur eru hvattir til að kynna sér viðbrögð við eldgosum. Nánari upplýsingar er að finna á vef Almannavarna á slóðinni www.almannavarnir.is og á vef Matvælastofnunar. Í síðasta Bændablaði var umfjöllun í tengslum við gosið á Fimmvörðuhálsi og þar eru ýmsar leiðbeiningar sem bændur geta nýtt sér.