
Eldgos í Grímsvötnum
23.05.2011
Eldgos hófst í Grímsvötnum að kvöldi 21. maí og öskufalls hefur gætt í Skaftafellssýslum og víðar um land. Almannavarnastigi vegna eldgossins var aflýst 30. maí. Hér á vefnum verða birtar upplýsingar eftir því sem tilefni er til vegna gossins, leiðbeiningar til bænda og ýmiss fróðleikur.
Þjónustumiðstöð Almannavarna á Kirkjubæjarklaustri er opin frá kl. 10:00-13:00 alla virka daga. Sími þar er 847-5715 og netfangið adstod.klaustur@gmail.com Meginverkefni þjónustumiðstöðvarinnar er að sinna eftirmálum eldgossins í Grímsvötnum sem snúa að íbúum, sveitarfélögum og uppbyggingarstarfi. Hægt er að ná í fulltrúa þjónustumiðstöðvarinnar í símanúmerinu 847-5715 utan viðverutíma.
Mikilvæg atriði:
- Fylgist með leiðbeiningum almannavarna og lögreglu
- Gætið að öskufalli á ykkar svæði
- Hýsið búfé þar sem því verður við komið
- Tryggið skepnum og útigangi hreint drykkjarvatn
- Gefið dýrum á útigangi hey, vel og oft
- Gott er að útigangur hafi hafi aðgang að saltsteinum
- Komið í veg fyrir að búfénaður drekki úr kyrrstæðu vatni
- Kynnið ykkur leiðbeiningar yfirdýralæknis á vef Matvælastofnunar
Bændur eru hvattir til að kynna sér viðbrögð við eldgosum. Nánari upplýsingar er að finna á vef Almannavarna á slóðinni www.almannavarnir.is og á vef Matvælastofnunar.
Tilkynningar
23.maí. Frá MAST: Upplýsingar til bænda vegna eldgoss í Grímsvötnum
Gagnlegar vefsíður
Vefur Almannavarna: www.almannavarnir.is
Vefur Matvælastofnunar: www.mast.is
Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands
Búnaðarsamband Suðurlands - Samantekt upplýsinga vegna eldgosa
Fræðsluefni
Bæklingur um viðbrögð við öskufalli
Hætta á heilsutjóni vegna gosösku - leiðbeiningar fyrir almenning
Grein um áhrif eldgosa á dýr
Skýrsla um áhrif eldgosa á dýr
Leiðbeiningar vegna öskufalls - Umhverfisstofnun
Bændablaðið, 6. tbl. 2010 - Umfjöllun í upphafi eldgoss í Eyjafjallajökli
Gosaska og vinnuvélar
Flúor í ösku - útskolun og viðbrögð - unnið í upphafi eldgoss í Eyjafjallajökli
Áhrif öskufalls á trjágróðum - vefur BSSL
Ljósmyndir á vef Bændablaðsins