Beint í efni

Ekki vatnsdropi til spillis hjá Nestlé

22.06.2017

Umsvifamesta fyrirtæki heims á sviði mjólkurvinnslu, Nestlé, hefur nú tekið í notkun einkar áhugaverðan búnað í einni af vinnslustöðvum fyrirtækisins í Mexíkó. Um er að ræða spænskan búnað frá fyrirtækinu Veolia sem sparar vatn við vinnsluna og segir í frétt DairyReporter að kerfið endurnýti allt vatn úr vinnslunni og er það m.a. notað í kælikerfi og annað slíkt sem ekki er í beinni snertingu við afurðirnar sjálfar.

Hjá Nestlé er þetta kallað „Nestlé Zero Water“ og hefur verkefnið gengið svo vel að forsvarsmenn þar á bæ hafa þegar ákveðið að taka tæknina í notkun um allan heim. Í fyrstu verður lögð áhersla á að koma búnaðinum upp í þeim löndum þar sem vatn er af skornum skammti svo sem í Suður-Afríku, Pakistan, Indlandi og Kína/SS.