Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Ekki vatnsdropi til spillis hjá Nestlé

22.06.2017

Umsvifamesta fyrirtæki heims á sviði mjólkurvinnslu, Nestlé, hefur nú tekið í notkun einkar áhugaverðan búnað í einni af vinnslustöðvum fyrirtækisins í Mexíkó. Um er að ræða spænskan búnað frá fyrirtækinu Veolia sem sparar vatn við vinnsluna og segir í frétt DairyReporter að kerfið endurnýti allt vatn úr vinnslunni og er það m.a. notað í kælikerfi og annað slíkt sem ekki er í beinni snertingu við afurðirnar sjálfar.

Hjá Nestlé er þetta kallað „Nestlé Zero Water“ og hefur verkefnið gengið svo vel að forsvarsmenn þar á bæ hafa þegar ákveðið að taka tæknina í notkun um allan heim. Í fyrstu verður lögð áhersla á að koma búnaðinum upp í þeim löndum þar sem vatn er af skornum skammti svo sem í Suður-Afríku, Pakistan, Indlandi og Kína/SS.