Beint í efni

Ekki færri nautgripir í Bandaríkjunum í 40 ár!

01.04.2011

Hátt verð á kjarnfóðri samhliða háu verði fyrir nautakjöt hefur nú leitt af sér þá sérkennilegu stöðu að bandarískir kúabændur hafa slátrað stórum hluta nautgripanna. Hefur fjöldi lifandi nautgripa ekki verið minni í 40 ár en um síðustu áramót voru 92,6 milljón nautgripir í Bandaríkjunum samkvæmt upplýsingum bandarísku matvælastofnunarinnar (USDA) eða um þrettán hundruð sinnum fleiri nautgripir en eru hér á landi!

 

Auk hins háa fóðurkostnaðar nefnir USDA að skýringanna sé að leita í minna aðgengi að beitarhögum vegna samkeppni við aðra valmöguleika í framleiðslu s.s. til kornræktar. /SS