Beint í efni

Einstök fóðurnýting Limósín nauts

03.06.2017

Limósín nautið Højvang Polled Kalle, sem frjótæknar norræna kynbótafyrirtækisins VikingGenetics eru með strá úr í töskum sínum, er ekkert venjulegt Limósín naut en um ungnaut er að ræða. Það sem er sérstakt við hann Kalle er einstök fóðurnýting hans, en á nautastöðinni þurfti ekki nema 3,39 fóðureiningar á hvert kíló í þungaaukningu! Þessi gríðarlegi vöxtur hefur þegar vakið mikla athygli og væntingar um að nú sé komið fram Limósínnaut sem muni skila bændum verulegum ávinningi enda er fóðurnýtingin oftast mun slakari eða á bilinu 4,5-5,5 fóðureiningar á hvert kíló.

Samhliða einstakri fóðurnýtingu þá óx Kalle hratt og vel, þó svo að til séu naut sem hafi þyngst hraðar. Kalle bætti á sig að jafnaði 2.150 grömmum á dag, sem þó þykir afar gott og er einungis litlu minna en algengt er meðal Simmentaler nauta sem eru annáluð fyrir mikinn vaxtarhraða.

Vefurinn verður næst uppfærður þriðjudaginn 6. júní/SS.