Beint í efni

Einstaklingsmerkin á leiðinni

09.09.2003

Í dag voru framleidd í verksmiðju Ås í Noregi um 9.000 einstaklingsmerki fyrir íslenska nautgripi. Merkin verða komin til bænda um eða upp úr næstu helgi, en þessi sending mun fara til 340 kúabúa. Að sögn Baldurs Helga Benjamínssonar,

landsráðunautar og umsjónarmanns merkjakerfisins, þá hefur allt pöntunarferlið gengið vel. Ýmsar spurningar hafi vissulega vaknað hjá bændum, en greiðlega hafi gengið að leysa úr þeim málum og bændur taki þessu nýja kerfi almennt mjög vel.