Eins auðvelt og það sýnist?
11.06.2016
Þeir bændur sem búa með holdakýr þekkja það væntanlega vel hve það getur reynst erfitt að taka kálfana undan kúnum með tilheyrandi umstangi. Í vikunni birtist áhugaverð grein í tímaritinu Progressive Cattle þar sem kanadíski kúabóndinn Ryan Biggs sýnir hvernig unnt er að vinna með holdagripina og skilja kálfana frá kúnum með nokkuð einföldum hætti.
Þetta gerir hann, eins og sést á meðfylgjandi myndbandi, með því að nýta sér náttúrulegt atferli gripanna en þegar gripirnir eru reknir áfram vilja kálfarnir helst halda sér sem lengst frá mannfólkinu og með því að reka kýrnar inn í rennu og hafa kálfaop við hlið rennunnar gerist það næsta sjálfkrafa að kálfarnir fara eina leið og kýrnar aðra. Þetta er svo sem ekki auðvelt að skýra en myndbandið sýnir þetta býsna vel.
Smelltu hér á þennan hlekk til þess að sjá þessa áhugaverðu aðferð: https://youtu.be/P4FUE-OrXRw
/SS.