
Einkunnir sæðingastöðvahrúta fyrir fallþunga sláturlamba og afurðasemi dætra
02.04.2008
Búið er að reikna einkunnir sæðingastöðvarhrúta úr uppgjöri fjárræktarfélaganna haustið 2007 og er hægt að nálgast tengla á niðurstöðurnar hér neðst á síðunni. Um er að ræða annars vegar einkunn fyrir vænleika lamba undan hrútunum og hins vegar eru reiknaðar tvær einkunnir fyrir afurðarsemi dætra hrútanna. Önnur þeirra er fyrir frjósemi dætra en hin fyrir afurðastig (mjólkurlagni) þeirra.
Einkunn fyrir vænleika lamba byggir á svokölluðum reiknuðum frávikum í fallþunga lamba undan hrútnum. Þungafrávikið mælir í kg talið hve mikið lömb sem fá reiknað þungafrávik undan viðkomandi hrút eru yfir eða undir meðaltali lambanna á viðkomandi búi í fallþunga. Fyrir þessa hrúta, sem margir eiga afkvæmi á tugum eða hundruðum búa, er reiknað meðaltal allra lambanna undan hrútnum. Þegar afkvæmahóparnir telja nokkur hundruð lamba lætur nærri að hver 20 g í fallþunga umfram búsmeðaltal skili einu stigi í einkunn. Ástæða er til að benda á að í þessum útreikningi er ekkert tillit tekið til eldra afurðastigs hjá móður lambsins eins og gert var í eldri uppgjörum fjárræktarfélaganna. Langflestir af stöðvahrútunum skila mjög vænum lömbum, en samt er munur á milli afkvæmahópa umtalsverður eins og taflan sýnir.
Einkunnir hrútanna fyrir afurðasemi dætra byggja á hliðstæðu uppgjöri innan búa og útreikningur á fallþungaeinkunn.
Einkunn fyrir frjósemi byggja á útreikningi á frávikum í frjósemi hjá hverri á í uppgjörinu í samanburði við samanburðarhæfan hóp áa á viðkomandi búi. Frávikið sem þannig kemur fram segir til um hve mörgum lömbum umfram eða minna en meðaltal dætur viðkomandi hrúts skila miðað við 100 áa hóp. Ef við þannig reiknum með að meðalfrjósemi hjá fullornum ám sé 1,85 lömb fædd þá eru dætur hrúts sem hafa +10 í frávik í frjósemi að skila að jafnaði 1,95 lömbum. Í þeirri einkunn sem reiknuð er fyrir frjósemi lætur nærri að hvert einstakt lamb í frávik frá meðaltali þegar afkvæmahóparnir telja hundruðir dætra eins og er hjá mörgum af þessum hrútum gefi 2 stig í einkunn.
Einkunn fyrir afurðastig (mjólkurlagni) dætranna byggir á því að reikna meðaltal í afurðastigi fyrir allar dætur hrútsins sem hafa fengið reiknað afurðastig haustið 2007. Afurðastigið byggir á reiknuðum fallþungafrávikum lambanna sem rædd eru hér á undan í sambandi við einkunn fyrir vænleika lamba. Fallþungafrávikum lamba undan hverri á er umbreytt í afurðastig, sem ætlað er að geti verið góður mælikvarði fyrir mjólkurlagni ánna. Meðaltal fyrir afurðastig ánna á hverju búi verður 5,0 á hverju ári. Þannig verður meðaltalið af afurðastigum dætra tiltekins hrúts mælikvarði um mjólkurlagni hjá dætrum hans. Í þeirri einkunn sem þarna er reiknuð fyrir hrútana lætur nærri að þegar dætrafjöldinn er talinn í hundruðum þá skili 0,02 afurðastig umfram eða undir 5,0 einu stigi til hækkunar eða lækkunar í einkunn hrútsins.
Einkunnir hrútanna fyrir dætur sem þarna koma fram eru í mjög góðu samræmi við fyrri reynslu þeirra eins og þeir sjá sem hafa fylgst með þessum niðurstöðum um áraraðir. Ákaflega mikill munur kemur fram á milli dætrahópanna. Hrútarnir sem nú koma fyrsta sinni með mjög stóra dætrahópa eru þeir sem komu nýir í notkun á stöðvunum haustið 2005. Það hlýtur að vekja athygli hve hrútarnir sem þá komu til notkunar frá Bergsstöðum á Vatnsnesi sýna allir stórglæsilega niðurstöðu um dætur sínar.
Ástæða er að benda á það fyrir ýmsa af gömlu hrútunum sem þarna koma fram er aðeins um að ræða niðurstöður fyrir frekar fáar gamalær undan þeim, sem enn er að finna í framleiðslu. Þær niðurstöður segja að lítið sé orðið um þessa eiginleika hjá dætrum hrútsins, fremur að þær séu óbeinn mælikvarði á endingu hjá ánum.
Lögð skal áhersla á að þær niðurstöður sem þarna koma fram eru aðeins um afkvæmi hrútanna haustið 2007. Engar eldri upplýsingar blandast í þessar niðurstöður.
Eftir því sem meira af gögnum kemur í uppgjör fyrir árið 2007 koma frekari upplýsingar um afkvæmi margra hrútanna og verða upplýsingarnar á Netinu uppfærðar um leið að það gerist.
Skýrslur:
Sæðingahrútar – lambafeður
Sæðingahrútar - ærfeður
Einkunn fyrir vænleika lamba byggir á svokölluðum reiknuðum frávikum í fallþunga lamba undan hrútnum. Þungafrávikið mælir í kg talið hve mikið lömb sem fá reiknað þungafrávik undan viðkomandi hrút eru yfir eða undir meðaltali lambanna á viðkomandi búi í fallþunga. Fyrir þessa hrúta, sem margir eiga afkvæmi á tugum eða hundruðum búa, er reiknað meðaltal allra lambanna undan hrútnum. Þegar afkvæmahóparnir telja nokkur hundruð lamba lætur nærri að hver 20 g í fallþunga umfram búsmeðaltal skili einu stigi í einkunn. Ástæða er til að benda á að í þessum útreikningi er ekkert tillit tekið til eldra afurðastigs hjá móður lambsins eins og gert var í eldri uppgjörum fjárræktarfélaganna. Langflestir af stöðvahrútunum skila mjög vænum lömbum, en samt er munur á milli afkvæmahópa umtalsverður eins og taflan sýnir.
Einkunnir hrútanna fyrir afurðasemi dætra byggja á hliðstæðu uppgjöri innan búa og útreikningur á fallþungaeinkunn.
Einkunn fyrir frjósemi byggja á útreikningi á frávikum í frjósemi hjá hverri á í uppgjörinu í samanburði við samanburðarhæfan hóp áa á viðkomandi búi. Frávikið sem þannig kemur fram segir til um hve mörgum lömbum umfram eða minna en meðaltal dætur viðkomandi hrúts skila miðað við 100 áa hóp. Ef við þannig reiknum með að meðalfrjósemi hjá fullornum ám sé 1,85 lömb fædd þá eru dætur hrúts sem hafa +10 í frávik í frjósemi að skila að jafnaði 1,95 lömbum. Í þeirri einkunn sem reiknuð er fyrir frjósemi lætur nærri að hvert einstakt lamb í frávik frá meðaltali þegar afkvæmahóparnir telja hundruðir dætra eins og er hjá mörgum af þessum hrútum gefi 2 stig í einkunn.
Einkunn fyrir afurðastig (mjólkurlagni) dætranna byggir á því að reikna meðaltal í afurðastigi fyrir allar dætur hrútsins sem hafa fengið reiknað afurðastig haustið 2007. Afurðastigið byggir á reiknuðum fallþungafrávikum lambanna sem rædd eru hér á undan í sambandi við einkunn fyrir vænleika lamba. Fallþungafrávikum lamba undan hverri á er umbreytt í afurðastig, sem ætlað er að geti verið góður mælikvarði fyrir mjólkurlagni ánna. Meðaltal fyrir afurðastig ánna á hverju búi verður 5,0 á hverju ári. Þannig verður meðaltalið af afurðastigum dætra tiltekins hrúts mælikvarði um mjólkurlagni hjá dætrum hans. Í þeirri einkunn sem þarna er reiknuð fyrir hrútana lætur nærri að þegar dætrafjöldinn er talinn í hundruðum þá skili 0,02 afurðastig umfram eða undir 5,0 einu stigi til hækkunar eða lækkunar í einkunn hrútsins.
Einkunnir hrútanna fyrir dætur sem þarna koma fram eru í mjög góðu samræmi við fyrri reynslu þeirra eins og þeir sjá sem hafa fylgst með þessum niðurstöðum um áraraðir. Ákaflega mikill munur kemur fram á milli dætrahópanna. Hrútarnir sem nú koma fyrsta sinni með mjög stóra dætrahópa eru þeir sem komu nýir í notkun á stöðvunum haustið 2005. Það hlýtur að vekja athygli hve hrútarnir sem þá komu til notkunar frá Bergsstöðum á Vatnsnesi sýna allir stórglæsilega niðurstöðu um dætur sínar.
Ástæða er að benda á það fyrir ýmsa af gömlu hrútunum sem þarna koma fram er aðeins um að ræða niðurstöður fyrir frekar fáar gamalær undan þeim, sem enn er að finna í framleiðslu. Þær niðurstöður segja að lítið sé orðið um þessa eiginleika hjá dætrum hrútsins, fremur að þær séu óbeinn mælikvarði á endingu hjá ánum.
Lögð skal áhersla á að þær niðurstöður sem þarna koma fram eru aðeins um afkvæmi hrútanna haustið 2007. Engar eldri upplýsingar blandast í þessar niðurstöður.
Eftir því sem meira af gögnum kemur í uppgjör fyrir árið 2007 koma frekari upplýsingar um afkvæmi margra hrútanna og verða upplýsingarnar á Netinu uppfærðar um leið að það gerist.
Skýrslur:
Sæðingahrútar – lambafeður
Sæðingahrútar - ærfeður