Beint í efni

Einkunnir nauta sem fædd eru 2002

11.05.2009

Kynbótaeinkunnir nautanna sem komu í heiminn 2002 liggja nú fyrir og má sjá hér, í skjalinu er einnig að finna kynbótamat nautanna sem fædd voru 2001 og 2000, ásamt nokkrum eldri nautum. Endingarmat hefur ekki verið unnið ennþá, tölur fyrir þann eiginleika eru frá síðustu keyrslu kynbótamatsins. 

Vonast er til að nýtt endingarmat verði til eftir slátt. Í framhaldinu er svo stefnt að því að keyrsla á kynbótamatinu verði framkvæmd ársfjórðungslega.

 

Nautaskráin á netinu hefur einnig verið uppfærð, hlekk á hana er að finna hér hægra megin á síðunni.