Beint í efni

Einfalt ráð til að meta bústjórnina!

21.07.2012

Þeir eru ekki að flækja hlutina vestur í Bandaríkjunum þegar lagt er mat á gæði bústjórnar á kúabúum. Vísindamenn við háskólann í Kentucky hafa búið til afar einfalt ráð sem byggir á niðurstöðum bandarískrar rannsóknar. Þeir skoða einfaldlega frávik á hæstu dagsnyt kvígna frá hæstu dagsnyt eldri kúa á viðkomandi búi.

 

Sé hæsta dagsnytin hjá kvígunum undir 75% af hæstu dagsnyt hinna eldri kúa telja þeir að ekki sé verið að fullnýta framleiðslugetu kvígnanna eins vel og hægt er. Sé um slíkt að ræða þarf að skoða bústjórnina á viðkomandi búi og þætti sem lúta að bústjórn svo sem stærð á kvígum og undirbúning kvígna fyrir burð.

 

Sé nyt kvígnanna hinsvegar hærri en 80% af hæstu dagsnyt hinna eldri kúa bendir það á móti til þess að viðkomandi bú fullnýti ekki framleiðslugetu eldri gripanna.

 

Mat á hæstu dagsnyt er einföld, einfaldlega hæsta mælda dagnyt fyrstu 150 dagana eftir burð fyrir þessa tvo hópa og svo reikna meðaltal/SS.