Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Einfalt ráð: bolta kúabursta á milligerði

19.09.2017

Margir kúabændur luma á góðum ráðum og einföldum lausnum þegar kemur að því að takast á við ólík verkefni og hér er dæmi um einfalda lausn við húðhirðu smákálfa og geldneyta. Í dag er það nú sjálfsagður hlutur að hafa möguleika á húðhirðu fyrir þessa gripi, rétt eins og fullorðnar kýr. Auðvitað er hægt að kaupa tilbúnar fínar lausnir en oft eru þær heldur kostnaðarsamar. Danski kúabóndinn Brian Hansen er nafngreindur sérstaklega í nýjasta tölublaði Magasin Kvæg, sem er danskt fagtímarit í nautgriparækt, en hann benti á einfalda lausn  svo kálfar geti sinnt lágmarks húðhirðu. Einfaldlega kaupa  tvo klóruhausa, t.d. gerð eins og sést á myndinni hér með fréttinni eða venjulega strákústa (ath. strákústar endast ekki sérlega vel), og skrúfa þá saman á milligerði á milli geldneytastía – „bak í bak“ og hafa þá með ca. 45 gráðu halla svo kálfarnir geti notað stærstan hluta af hausnum til húðhirðu. Einföld lausn sem óhætt er að mæla með.

 

Ef þú lumar á lausn á algengu vandamáli sem gæti gagnast fleiri bændum, smelltu þá endilega mynd af þinni útfærslu og sendu til okkar á: skrifstofa@naut.is/SS.