Beint í efni

Einangrunarstöðin á Stóra-Ármóti tekur á sig mynd

25.08.2017

Á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands má lesa stutta frétt þar sem sagt er í máli og myndum frá framgangi við byggingu einangrunarstöðvar fyrir holdagripi á Stóra-Ármóti. Staðan er sú að þakið er komið á þessa 520 fermetra byggingu sem er því farin að taka á sig mynd. Byggingin verður með aðstöðu fyrir 20 holdakýr annars vegar, og svo einangrun fyrir þá gripi sem seldir verða út úr stöðinni. Þessum svæðum er skipt upp með aðstöðu- og hreinlætisrýmum.

Ennfremur segir í fréttinni að búið sé að taka 58 fósturvísa úr Aberdeen Angus kúm sem bíða innflutnings þar til öll tilskilin leyfi liggja fyrir, og sé vonast þess að af innflutingi verði í haust eða snemma vetrar.

Tengill á frétt BSSL