Beint í efni

Eftirlitsgjald með fjósum í skoðun

29.06.2010

Landssambandi kúabænda hafa borist fjölmargar kvartanir kúabænda vegna mikillar hækkunar fjósaskoðunargjalds frá fyrra ári. Alls nemur hækkunin allt að 92% frá fyrri gjaldskrá, en Matvælastofnun (MAST) sér um fjósaskoðun og innheimtir eftirlitsgjaldið. Eftirlitsgjaldi ber eingöngu að standa undir kostnaði við eftirlit (með undirbúningi, ferðum og frágangi), en alls eru um 950-1.000 eftirlitsskyld fjós á Íslandi í bæði

mjólkur- og kjötframleiðslu.

 

Miðað við forsendur gjaldskrár MAST nemur meðal-eftirlitskostnaður væntanlega um 25.000 krónum/fjós en ef miðað við forsendur og útreikninga LK ætti meðalkostnaðurinn að vera töluvert lægri.

 

LK hefur því óskað eftir því við Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að taka til endurskoðunar gjaldskrá eftirlits með fjósum. Hefur því erindi verið vel tekið og má vænta niðurstaðna frá starfsfólki ráðuneytisins á næstu vikum.