Beint í efni

EFTA-dómstóllinn dæmir innflutningsbann á hráu kjöti óheimilt

01.02.2016

Íslensk stjórnvöld töpuðu málarekstri sínum fyrir EFTA-dómstólnum vegna banns á innflutningi á fersku, ófrosnu kjöti hingað til lands. Niðurstaða dómstólsins er að að innflutningsbann á hráu, ófrosnu kjöti, samræmist ekki EES-samningnum sem gerir ráð fyrir frjálsu flæði vörur og þjónustu á innri markaði Evrópu. Dómurinn er mikil vonbrigði að mati Bændasamtaka Íslands.

Við innleiðinga á matvælalöggjöf ESB, mál 524 á 135 löggjafarþingi, beittu Bændasamtök Íslands sér fyrir því að löggjöfin yrði þannig úr garði gert að staðinn yrði vörður um sérstöðu Íslands varðandi heilbrigði búfjár og lýðheilsu.

Bændasamtökin sendu viðamikla umsögn um málið, alls 131 bls. sem innihélt m.a. álitsgerðir frá Lagastofnun Háskóla Íslands og sérfræðinga á sviði dýrasjúkdóma.

BÍ kröfðust þess m.a. að beitt yrði til hins ýtrasta þeim möguleikum sem EES-samningurinn og ESB réttur gefa til þess að verja okkar landbúnað og lýðheilsu. Sérstaklega er bent á nauðsyn þess að fjalla um vilja stjórnvalda til að beita 13. gr. EES samningsins í greinargerð.

Niðurstaðan löggjafans var í stuttu máli sú að binda í lög áframhaldandi bann við innflutningi á hráu kjöti og fleiri hráum dýraafurðum.

Síðla árs 2011 sendu Samtök verslunar og þjónustu kvörtun yfir þessu banni til ESA. Hefur það mál fyrst verið til meðferðar hjá íslenskum stjórnvöldum gagnvart ESA og svo síðar gagnvart EFTA dómstólnum eftir að ESA vísaði málinu til meðferðar þar. Í viðamiklu svarbréfi til ESA frá 20. febrúar 2013, kafla 4.3.2 eru sjónarmið Íslands fyrir nauðsyn banns við innflutningi á ófrosnu og hráu kjöti rakin og eru samhljóma rökum Bændasamtaka Íslands í öllum megin atriðum:

· Einangrun búfjárkynja og þar með lág mótefnastaða gegn sjúkdómum, jafnvel sjúkdómum sem valda litlum eða engum einkennum í öðrum búfjárkynjum.

· Verjast alvarlegum búfjársjúkdómum sem aldrei hafa greinst hér á landi.

· Hætta á að alvarleg skörð verði höggvin í íslensku búfjárkynin og þar með verði líffræðilegum fjölbreytileika ógnað sem og þeim menningararfi sem felst í íslensku búfjárkynjunum.

· Verndun lýðheilsu en strangar reglur gilda hér á landi um aðgerðir gegn sjúkdómum sem geta borist með matvælum, s.s. salmonellu og kamfýlóbakter sýkingum.

· Fæðuöryggi Íslands geti verið ógnað.

· Ógn við lýðheilsu vegna þess þess að sýklalyfjaþolnar bakteríur geti borist hingað til lands.

Dómur EFTA

Upptökur og glærur af fræðslufundi BÍ um áhættu sem felst í innflutningi á hráu kjöti frá 3. apríl 2013