Beint í efni

Efla nautakjötsframleiðslu Kanada

13.09.2013

Nautakjötsframleiðsla í Kanada er afar þýðingarmikil fyrir þjóðarbúið en búgreinin er sú næst stærsta í landinu en sú þýðingarmesta á sviði útflutnings. Árið 2012 nam útflutningur landsins á bæði nautakjöti og lífdýrum 2 milljörðum kanadískra dollara eða um 228 milljörðum íkr.

 

Nú hafa þarlend yfirvöld ákveðið að efla búgreinina enn frekar með því að leggja 14 milljónir kanadískra dollara (um 1,6 milljarðar íkr) í nýtt þróunarverkefni sem hefur það að markmiði að bæta kjötgæði, heilbrigði og velferð nautgripa í kjötframleiðslu. Þá verður jafnframt haft að leiðarljósi að gera búgreinina sjálfbæra en um leið samkeppnishæfa til lengri tíma litið. Vissulega áhugavert framtak/SS.