Dýrt jarðnæði í Hollandi – 7 milljónir fyrir hektarann!
05.02.2010
Jarðnæði í Hollandi hefur löngum verið dýrt en er nú í fyrsta skipti er verð á ha akurlendis komið yfir 300.000 dkk – rúmar 7 milljónir kr. Þetta sýna tölur frá www.boerderij.nl. Verðið hefur hækkað um rúmlega 8% síðan 2008. Graslendi er nú á tæplega 260.000 dkk/ha, verðmunur á akurlendi og graslendi er nú rúmar 37.000 dkk/ha og hefur ekki verið meiri síðan 2004.
Heimild: www.landbrugsavisen.dk