Beint í efni

Dýralyf hafa hækkað um allt að 19% síðan í maí!

03.01.2008

Verðskrá dýralyfja hér á vefnum hefur nú verið uppfærð. Síðan í maí á sl. ári hefur hámarks smásöluverð flestra lyfjanna hækkað um 3-4%. Nokkur lyf hafa þó hækkað mun meira. Dæmi um það er Streptocillin stungulyf, sem hefur hækkað um 13% og Streptocillin spenalyf sem hefur hækkað um 18%. Mest hefur Benestermycin hækkað, um heil 19% á 8 mánuðum. Innflutningsaðili þessara lyfja er Vistor hf.

Fróðlegt væri að fá skýringar innflutningsaðila á þessum miklu verðhækkunum. Fyrirspurn hefur verið send og geri ég ráð fyrir að þær berist von bráðar.