Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Dýralyf hafa hækkað um 18%

16.05.2007

Frá því í janúar á sl. ári til upphafs yfirstandandi mánaðar hefur heildsöluverð á flestum algengustu dýralyfjum hækkað um ríflega 18%. Dæmi eru þó um mun meiri hækkanir, t.d. hefur Nafpenzal vet. hækkað um 47%. Á sama tíma hefur t.d. gengisvísitala krónunnar hækkað mun minna, eða um 10,3% og almennt verðlag (VNV) um 8,5%.

Í töflunni sem er að finna hér má sjá heildsöluverð og hámarksverð dýralyfja skv. dýralyfjaverðskrá Lyfjagreiðslunefndar frá 1. maí sl. Verðskrána í heild sinni má svo finna hér.

 

Ástæða er til að hnykkja á því að hámarksálagning í smásölu er 58% á lyfjum sem kosta 2.500 kr eða minna í heildsölu og 53% + 137,50 kr fyrir lyf sem kosta yfir 2.500 kr í heildsölu. Framlegð af t.d. Penovet sem kostar 1.208 kr m.vsk. og því 970 kr án vsk. er 358 kr eða 37%. Það telst mjög þokkaleg framlegð í smásölu, þannig að eitthvað svigrúm er til afslátta.