Beint í efni

Dýralyf hækka í verði um 12-20%

16.04.2008

Verðskrá dýralyfja hefur verið uppfærð og er hana að finna hér. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjagreiðslunefnd, hefur heildsöluverð dýralyfja hækkað um 12-20% frá því í janúar sl., þegar verðskráin var síðast uppfærð hér á síðunni. Væntanlega er þar um að kenna gengislækkun krónunnar sem innflytjendur hafa skilað samviskusamlega út í verðlag. 

Estrumat, Orbenin og Orbeseal hafa hækkað minnst, um 12,1% en Latocillin hefur hækkað langmest, eða um 20%. Flest önnur lyf á listanum hafa hækkað um ríflega 15%. Verðskrá dýralyfja er að finna í heild sinni hér.