Beint í efni

Dýralæknislaust í Þingeyjarumdæmi

13.07.2006

Í júlímánuði eru báðir héraðsdýralæknar í Þingeyjarumdæmi í sumarfríi samtímis. Tilraunir til að útvega dýralækni til afleysinga hafa ekki borið árangur. Á meðan þetta ástand varir er dýralæknaþjónustu sinnt frá Akureyri. Landbúnaðarstofnun mun greiða aksturskostnað dýralækna að umdæmismörkum.

Ljóst er að þetta skipulag er mjög bagalegt. Fyrir utan að vera kostnaðaraukandi, lengist viðbragðstími mjög sem getur skipt sköpum þegar tilfelli á borð við bráðadoða koma uppá.