Beint í efni

Dýralæknir ráðinn hjá Nautastöðinni

09.10.2023

Þann 6. október sl. var Höskuldur Jensson ráðinn dýralæknir NBÍ ehf og mun hann einnig sinna NAUTÍS, innflutningsbúi á Stóra-Ármóti,

Meginverkefni Höskuldar verða gæðastýring á báðum stöðum, ráðgjöf við frjótækna og endurmenntun. Hann mun sinna námskeiðahaldi fyrir bændur um frjósemi búfjár og innleiðingu nýrra verkefna svo sem flutningur fósturvísa og undirbúningur fyrir kyngreiningu nautasæðis.

Höskuldur hefur þegar hafið störf.

Starfsaðstaða hans verður bæði hjá NBÍ á Hesti og hjá BSSL á Selfossi.