Beint í efni

Dýralæknatal komið út

13.05.2005

Dýralæknafélagi Íslands hefur gefið út, í tilefnin af 70 ára afmælis félagsins bók sem ber titilinn Dýralæknatal – Búfjársjúkdómar og saga. Í bókinni er að finna 25 myndskreyttar yfirlitsgreinar um dýrasjúkdóma hér á landi, áhrif þeirra á búfé og gæludýr og baráttunni gegn þeim. Í bókinni er

einnig rakin saga DÍ af tilefni 70 ára afmælis félagsins og æviferill 149 íslenskra dýralækna sem starfað hafa síðan sá fyrsti útskrifaðist árið 1833.

 

Bókin, sem er 423 bls. að lengd, er kærkomin samantekt fyrir alla þá sem láta sér sögu landbúnaðar og heilbrigði búfjár varða.

 

Útgefandi er DÍ og er bókin nú komin í almenna dreifingu hjá Bændasamtökum Íslands, Bændahöllinni við Hagatorg. 

 

Þeir sem hafa áhuga á að eignast bókina geta snúið sér til Gylfa Þórs Orrasonar, skrifstofustjóra BÍ, sem annast mun dreifingu bókarinnar f.h. Bændasamtakanna og DÍ.

 

Netfang Gylfa er: gtho@bondi.is