Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Dýrafita ekki ástæða hjartasjúkdóma

05.01.2011

Dýrafita hefur sl. 20 ár verið talin í beinu samhengi við blóð- og æðasjúkdóma en vísindamenn við Harvard háskólann hafa nú birt niðurstöður sínar sem sýna annað. Vísindamennirnir skoðuðu ótal rannsóknir á mettaðri fitu og þýðingu slíkrar fitu fyrir heilsu fólks. Niðurstaðan, sem kom verulega á óvart, var að ekki fannst neitt marktækt samhengi á milli neyslu á mettaðri fitu og hættunni á blóðtappa eða

hjartasjúkdómum.
 

Þessi nýja rannsókn beinir athyglinni að núverandi ráðgjöf varðandi neyslu og neysluvenjur en í flestum löndum hefur þróunin verið sú að leiðbeina fólki að borða minna af fitu og þess í stað að fá orkuna úr mat eins og brauði, pasta, kartöflum eða hrísgrjónum. Þess ber að geta að þó svo að sannað hafi loksins verið að mettuð fita er ekki eins óholl og hún hefur verið sökuð um á liðnum áratugum, þá inniheldur mettuð fita vissulega mikið af kaloríum. Kaloríuneyslu á ávallt að stilla í hóf, enda getur óhófleg neysla þeirra leitt til offitu sem er og verður óholl.