Beint í efni

Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

04.10.2021

Inni á Samráðsgátt stjórnvalda má nú finna drög að reglugerð um leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til 22. október næstkomandi. Bændasamtök Íslands hvetja alla til að kynna sér viðmiðin. Sjá nánar hér. 

Lög um landgræðslu nr. 155/2018 voru samþykkt á Alþingi árið 2018 og er markmið laganna að vernda, endurheimta og bæta þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í gróðri og jarðvegi og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Í 11. gr. laganna er kveðið á um að ráðherra skuli setja reglugerð með það að markmiði að tryggja sjálfbæra landnýtingu, með leiðbeiningum og viðmiðum þar að lútandi sem taki mið af ástandi lands, m.a. varðandi beit búfjár, umferð fólks og ökutækja, framkvæmdir og akuryrkju.