Beint í efni

Drög að frumvarpi til nýrra jarða- og ábúðalaga

06.04.2011

Á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis eru nú aðgengileg drög að frumvarpi til breytinga á jarða- og ábúðalögum. Lesa má frumvarpsdrögin með því að smella á hlekkinn hér neðst í pistlinum. Ráðuneytið gefur frest til 27. apríl n.k. til að senda inn umsögn um frumvarpsdrögin.  

Aðalfundur LK 2011 samþykkti svofellda ályktun um þá fram komnar hugmyndir að breytingum á jarðalögum:

 

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn á Hótel KEA  25. – 26. mars 2011, varar sterklega við hugmyndum um ábúðarskyldu á bújörðum og lögþvingaða notkun ræktarlands. Engin haldbær rök eru fyrir því að grípa þurfi til svo íþyngjandi og harkalegra aðgerða. Eðlilegt er að sú verndun lands sem nauðsynleg og óhjákvæmileg er til að tryggja möguleika til matvælaframleiðslu sé byggð á grunni skipulags- og byggingalaga.

 

Drög að frumvarpi til breytinga á jarða- og ábúðalögum.