
Draumur kominn yfir 400 kíló
04.04.2019
Aberdeen Angus kálfarnir í einangrunarstöðinni á Stóra Ármóti halda áfram að þroskast vel. Í dag, 4. apríl, fór nautkálfurinn Draumur í 402 kg þyngd en hann verður 7 mánaða um miðjan mánuðinn. Hann hefur þyngst um 1.760 gr á dag frá fæðingu. Næstur í þunga er Vísir með 383 kg og þyngsta kvígan er Birna sem er 323 kg.
Myndin er af Draumi 4. apríl og fengin af vef BSSL.