Beint í efni

Dráttarvél stolið – heimtaði lausnargjald!

10.09.2010

Sænskur bóndi, sem býr norður í Pajala svæðinu, lenti í frekar undarlegri lífsreynslu nýverið þegar Valtra dráttarvél hans var stolið. Bóndinn var sjálfur á ferðalagi og hafði ekki hugmynd um að búið væri að stela vélinni fyrr en hann fékk allt í einu SMS sendingu. Í smáskilaboðum símans komu fram kröfur þjófsins um greiðslu á lausnargjaldi fyrir dráttarvélina! Ekki frekar en aðrir þjófar, þá telst þjófurinn líklega ekki til mestu mannvitsbrekku Svía, enda sendi hann SMS-ið úr sínum eigin síma og átti lögreglan því auðvelt með að rekja símanúmerið og finna dráttarvélina á ný fyrir

eiganda sinn.

 

Dráttarvélin, sem er metin á 1,2 milljónir sænskra króna, komst heil til eiganda síns og hafði hvorki fengið skrámur né mar. Ekki kemur fram í frétt Landbrugsavisen, sem þessi umfjöllun byggir ár, hver lausnargjaldskrafan var né heldur hvort dráttarvélaræninginn hafi hótað að skemma vélina myndi bóndinn ekki greiða lausnargjald.

 

(Myndin sem fylgir fréttinni tengist málinu ekki með beinum hætti!)