Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Draga úr útblæstri um 88%!

10.05.2016

Sænska afurðafélagið Skånemejerier, sem er í eigi franska afurðarisans Lactalis, er nú byrjað að láta mjólkurbíla sína aka um á lífdísel þ.e. hráolíu sem framleidd er úr úrgangi og plöntum. Fyrir vikið getur fyrirtækið státað af því að draga snarlega úr kolefnisfótspori sínu vegna aksturs og það um heil 88%! Nú aka allir tankbílarnir á lífdísel en einnig allir aðrir bílar fyrirtækisins svo sem þeir sem fara með vörur út í verslanir og er nú alls 95% bílaflota fyrirtækisins sem notar lífdísel.

 
Til þess að gera félaginu mögulegt að skipta yfir í lífdísel var komið upp afgreiðslustöð fyrir lífdísel í höfuðstöðvum þess í sænska bænum Skåne. Skånemejerier hafa markað þá stefnu, líkt og flest afurðafélög í mjólkuriðnaði, að draga verulega úr kolefnisfótspori sínu á komandi árum og að árið 2020 muni félagið losa 30% minna út en það gerði 2015. Hluti losunarinnar er vegna aksturs en alls safnar félagið saman 400 milljónum lítra mjólkur árlega með 14 tankbílum auk þess sem félagið notar 55 bíla í dreifingu og aðra sölustarfsemi/SS.