Beint í efni

Dönsk kúabú stækkuðu mest 2008

04.11.2009

Í nýútkominni skýrslu International Farm Comparison Network, sem LK er aðili að, kemur fram að árið 2008 jókst framleiðsla á dönskum kúabúum að jafnaði um 88.000 lítra. Hvergi í heiminum jókst framleiðslan jafn mikið. Suður-Afríka er í öðru sæti, en þar jókst framleiðslan um 85.000 lítra að jafnaði á bú, í Bandaríkjunum var framleiðsluaukningin 71.000 lítrar pr. bú. Í skýrslunni er greind staða og þróun mjólkurframleiðslunnar í 79 löndum heimsins, sem til samans eru með 95% af heimsframleiðslunni.

Á heimsvísu eru 150 milljón kúabú, þrjú af hverjum fjórum eru á Indlandi, Pakistan og Eþíópíu en þar sem bústærð í þessum löndum er mjög lítil, er einungis 24% af heimsframleiðslunni framleidd þar. Þau 10 lönd þar sem bústærð er mest, framleiða 21% af magninu, þrátt fyrir að samanlagður fjöldi búa sé einungis 0,1% af heildarfjöldanum. Fyrir utan bústærð skýrist þessi staðreynd einnig af mjög hárri nythæð.

 

Bústærðin er mest á Nýja-Sjálandi en þar er meðalbúið 351 kýr.