Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Dómur vegna búnaðargjalds

07.01.2016

Í gær var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur í máli Stjörnugríss hf gegn íslenska ríkinu, vegna álagningar búnaðargjalds. Stjörnugrís krafðist endurgreiðslu búnaðargjalds vegna áranna 2010-2014, auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Dóminn í heild má lesa með því að smella á hlekkinn hér að neðan, en í stuttu máli var niðurstaða dómstólsins sú að fallist var að mestu á kröfur fyrirtækisins; ráðstöfun á þeim 0,9% af búnaðargjaldsstofni sem rennur til Bændasamtakanna, búgreinafélags og búnaðarsambands var ekki talin standast lög. Ráðstöfun á þeim 0,3% sem eftir eru og renna til Bjargráðasjóðs var hins vegar talin í samræmi við lög og stjórnskipunarreglur. Ekki liggur fyrir hvort dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar, en frestur til þess er 3 mánuðir.

 

Álagning búnaðargjalds er um 500 m. kr. á ári og undanfarin ár hefur nautgriparæktin staðið undir um 45% af gjaldstofni, eða sem nemur 220-230 milljónum króna á ári. Í tilfelli nautgriparæktarinnar renna 0,5% til búnaðarsambandanna (að mestu til RML), 0,35% til Bændasamtakanna (að hluta til RML), 0,30% til Landssambands kúabænda og 0,05% til Bjargráðasjóðs. 

 

Undanfarin ár hefur framtíð búnaðargjaldsins mjög verið til umræðu á vettvangi Landssambands kúabænda og samþykkti aðalfundur 2015 svofellda ályktun um framtíðar fjármögnun á starfi samtakanna:

 

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í Reykjavík 12.- 13. mars 2015, felur stjórn að koma á fót starfshópi, í samstarfi við aðildarfélög, sem hafi það hlutverk að móta tillögur um framtíðar fjármögnun samtaka kúabænda og nauðsynlegar breytingar á samþykktum, í kjölfar afnáms innheimtu búnaðargjalds. Niðurstöður hópsins liggi fyrir eigi síðar en 1. október 2015 og verði afgreiddar á fulltrúafundi eigi síðar en 1. nóvember 2015. 

 

Fulltrúar í hópinn voru tilnefndir sl. vor, en vegna anna við margvísleg verkefni hefur hann ekki hafið störf. Stefnt er að því að það fari af stað von bráðar./BHB

 

 

Dómur í máli E-5097/2014. Stjörnugrís hf gegn íslenska ríkinu, kveðinn upp 6. janúar 2016