Beint í efni

Dómur í Motormax málinu

10.06.2011

Í gær var kveðinn upp í Hæstarétti Íslands dómur í máli þrotabús Motormax ehf gegn Landsbankanum. Krafa Landsbankans var byggð á lánssamningi sem gerður var 30. mars 2007 um myntkörfulán til 5 ára að jafnvirði 150.000.000 kr, í hlutföllunum 25% CHF, 15% JPY, 35% USD og 25% EUR. Málsaðila greindi á um hvort Motormax ehf hefði með lánssamningnum tekið á sig skuldbindingu í erlendri mynt eða hvort lánið væri í íslenskum krónum og fjárhæð þess bundin við gengi þeirra gjaldmiðla sem tilgreindir voru í samningnum, en slík lán til einstaklinga voru dæmd ólögleg með dómi Hæstaréttar þann 16. júní 2010. Krafa Landsbankans var 275.867.666 kr en krafa Motormax ehf var 167.899.277 kr og byggist hin síðari krafan á dómum Hæstaréttar frá 16. júní 2010 og 16. september 2010. Kröfu Landsbankans var hafnað.

Þessi dómur Hæstaréttar getur haft verulega jákvæð áhrif á fjárhag bænda, t.d. þeirra sem stofnað hafa einkahlutafélög um búreksturinn. Landssamband smábátaeigenda fagnar dómnum mjög og teljur ljóst að félagsmenn þar fái nú loks leiðréttingu sinna mála. Landssamband kúabænda tekur heils hugar undir með smábátasjómönnum varðandi sína umbjóðendur./BHB

 

Dómur Hæstaréttar 9. júní 2011

Dómur Hæstaréttar 16. júní 2010

Dómur Hæstaréttar 16. september 2010

 

Vefur Landssambands smábátaeigenda