Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Dómur fallinn en baráttunni ekki lokið

11.10.2018

Í dag féll dómur í hæstarétti í áfrýjunarmáli ríkisins gegn Ferskum kjötvörum ehf. nr. 154/2017. Málsatvik eru í stuttu máli þau, að í nóvember 2016 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem íslenska ríkið var dæmt til að greiða fyrirtækinu bætur vegna þess að því var bannað að flytja inn ferskt hrátt kjöt. Í dag staðfesti hæstiréttur framangreindan héraðsdóm.

Málið er hluti af langvarandi ágreiningi um þær skorður sem settar voru við innflutningi á hráu kjöti, ógerilsneyddri mjólk og ógerilsneyddum eggjum sem lögleiddar voru, þegar að matvælalöggjöf ESB var innleidd árið 2009.  

Í málsvörninni lagði íslenska ríkið áherslu á að ákvarðanir stjórnvalda hafi verið í samræmi við ákvæði laga nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, og reglugerðar nr. 448/2012 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins. Jafnframt samræmist ákvarðanirnar 13. og 18. gr. EES-samningsins, þar sem kveðið er á um að samningsaðilar megi leggja á innflutning vara bönn eða höft til að tryggja almannaöryggi og vernd heilsu manna eða dýra, þegar kemur að mati á því hvaða áhætta sé ásættanleg eða óásættanleg þegar vernda skal almannaöryggi og vernd lífs og heilsu manna og dýra. Þá sé nauðsynlegt að tryggja að hrátt kjöt sem flutt er til landsins beri ekki með sér smitefni sem mönnum og/eða dýrum stafi hætta af. Þá var bent á að sjúkdómastaða íslensks búpenings sé óvenjuleg í samanburði við önnur ríki. Vegna aldalangrar einangrunar íslenskra búfjárstofna hafi dýrin lítið ónæmi fyrir fjölmörgum smitefnum sem algeng eru erlendis, en aldrei hafi orðið vart við hér á landi.

Dómurinn nú víkur í engu að þessum mikilvægu sjónarmiðum. Það var heldur ekki gert í dómi EFTA-dómstólsins í nóvember í fyrra heldur virðist hann eingöngu hafa byggt á því að þar sem markmið matvælalöggjafarinnar sé að samræma löggjöf á þessu sviði inna EES-svæðisins komi ekki til álita að heimilt sé fyrir einstök lönd sem eiga aðild að samningnum að beita fyrir sig 13. grein hans. Bændasamtök Íslands voru meðal þeirra sem gagnrýndu dóminn og telja að jafnvel hafa verið hægt að álykta sem svo að beinlínis væri verið að breyta EES-samningnum því að 18. gr. áskilur berum orðum að 13. gr. skuli gilda eins og fyrr segir. Vitaskuld verða ekki gerðar breytingar á EES-samningnum með þessum hætti heldur gerist það við samningaborð stjórnmálanna.

Bændasamtök Íslands hafa barist ötullega í þessu máli og stutt stjórnvöld eftir megni í málsvörninni. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að baráttu samtakanna sé hvergi lokið með þessu máli. Verndun íslensku búfjárkynjanna sem menningarverðmæta og erfðaauðlindar sé mál sem varðar alla. Auk skuldbindinga um varðveislu líffræðilegrar fjölbreytni sé fjölbreytileikinn hluti af aðdráttarafli landsins fyrir ferðamenn og órjúfanlegur hluti af menningu landsbyggðarinnar.

Bændasamtök Íslands telja eðlilegt og sanngjarnt að íslensk stjórnvöld fari fram á það við ESB að áfram verði heimilt að að beita sérstökum aðgerðum til að vernda heilsu manna og dýra, enda standa til þess full rök sem ekki hafa verið hrakin. 

Bændasamtök Íslands munu ekki láta hér staðar numið og heita á alla málsmetandi að veita því liðsinni áfram. 

Dómur Hæstaréttar ásamt dómi Héraðsdóms