Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Dolcorsllwyn Fabio setti nýtt heimsmet!

27.02.2012

Þann 18. febrúar sl. var sett nýtt heimsmet í nautgriparækt sem verður væntanlega lengi í minnum haft. Þá var kynbótanautið Dolcorsllwyn Fabio, sem er af Limousin kyni, seldur á 127 þúsund pund eða 25,1 milljón íkr. á uppboðsmarkaði í Borderway Mart í Carlisle.

 

Naut þetta er eins og sjá má hið glæsilegasta og gríðarlegt að vexti þó er það einungis um 18 mánaða gamalt. Nautið er fætt í september 2010 hjá Glyn Vaughan á búi hans Dolcorsllwyn rétt við þorpið Machynlleth í Powys sem er u.þ.b. 150 km vestur af Birmingham.

 

Dolcorsllwyn Fabio er undan hinu stórættaða Fieldson Alfy sem á marga þekkta afkomendur. Þó svo að verðið sé afar hátt þá telja sérfræðingar að hinn nýji eigandi, Alan jenkinson frá Penrith, nái skjótt inn verðinu í gegnum kynbótastarf enda er Fabio með einstaka vaxtareiginleika.

 

Á uppboðsmarkaðinum voru bjóðendur greinilega afar jákvæðir enda voru í heildina seld 131 naut og var meðalverð þeirra viðskipta 8.203 pund eða um 1,6 milljónir króna pr. naut. Þegar þetta heimsins hæsta verð fékkst náðist það á myndband og er hægt að skoða það á Youtube. Full ástæða er til þess að hvetja til þess að horfa á myndbandið og ekki síst að fylgjast með viðbrögðum fólks í salnum þegar niðurstöður uppboðsins liggja fyrir. Smelltu hér til þess að skoða myndbandið: http://www.youtube.com/watch?v=l8mwhbkMCWY/SS