Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

DNA-sýnataka úr öllum kvígum næstu áramót

28.10.2021

Fyrirhugað er að hefja DNA-sýnatöku úr öllum kvígum vegna erfðamengisúrvals í nautgriparækt um næstu áramót. Fyrirkomulagið verður þannig að sýnataka verður í höndum bænda sjálfra þannig að hún fer fram um leið og merki eru sett í kvígurnar. Unnið er að því að hægt verði að panta merki með sýnaglösum.

Við biðjum því þá sem eru að panta kálfamerki þessa dagana að hinkra eilítið ef þess er nokkur kostur en panta að öðrum kosti lágmarksmagn. Rétt er þó að hafa í huga að þau merki sem pöntuð eru án sýnatökuglass munu áfram nýtast til merkingar á nautkálfum.

Guðmundur Jóhannesson, ábyrgðarmaður í nautgriparækt hjá RML gefur nánari upplýsingar á mundi@rml.is