Beint í efni

dkBúbót uppfærsla

29.03.2010

 

Framtalsuppfærsla fyrir dkBúbót er tilbúin. Áskrifendur fengu tölvupóst á föstudaginn var, þar sem þeim gefst kostur á að hlaða uppfærslunni niður á tölvurnar sínar. Jafnframt var uppfærslan send í framleiðslu og verður geisladiskur með uppfærslunni sendur til notenda um leið og hann er tilbúinn nú í vikunni. Þeir sem ekki hafa fengið tölvupóst vegna uppfærslunnar geta óskað eftir honum með því að senda póst á hh@bondi.is eða jle@bondi.is.

 

Athygli er vakin á því að unnt er að klára uppgjör ársins annað en framtal með fyrri útgáfu. Leiðbeiningar vegna framtals má finna hér.