
dkBúbót – Ný uppfærsla 9.00D – Lagfæring vegna villu í virðisaukaskattsskýrslu
31.01.2010
Ný uppfærsla fyrir dkBúbót 9.00D hefur verið send út með tölvupósti til notenda. Ef notanda hefur ekki borist tölvupóstur með uppfærslunni föstudaginn 29. janúar er hann beðinn um að tilkynna það með tölvupósti til hh@bondi.is.
Þessi uppfærsla verður ekki send út á geisladisk. Ef notandi forritsins gerir ekki virðisaukaskattskýrslu sína í dkBúbót þá er ekki þörf á að nýta sér þessa uppfærslu. Þessa leiðréttingu verður einnig að finna í framtalsuppfærlsunni sem send verður út í mars, þó ekki fyrr en um viku eftir að netframtal opnar.
Þeir notendur dkBúbótar sem útbúa sína virðisaukaskattskýrslu sjálfir og hafa ekki nægjanlega öfluga nettengingu til að sækja þessa uppfærslu á netið eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst til hh@bondi.is og biðja um að geisladiskur verði sendur í póst eða hringja í síma 5630300 og gefa upp nafn, heimilisfang, símanúmer og lögbýli sem skráð er fyrir leyfinu.