Beint í efni

dkBúbót – framtalsuppfærsla væntanleg í lok næstu viku

08.03.2010

Gert er ráð fyrir því að uppfærsla á dkBúbót vegna skattframtals 2010 berist notendum dkBúbótar á geisladisk u.þ.b. viku eftir að vefframtal opnast á vef Ríkisskattstjóra. Uppfærslan mun því berast notendum í þriðju viku mars (17.-20. mars) gangi áætlanir eftir, en áætlaður opnunardagur vefframtals er 10. mars.

Notendur fá senda tilkynningu með tölvupósti þegar uppfærslan er tilbúin til dreifingar og hefur verið send í fjölföldun. Gefst þeim sem hafa nægjanlega öfluga nettengingu þá kostur á að hlaða henni strax niður á sínar tölvur og þurfa því ekki að bíða eftir geisladisknum með uppfærslunni.

 

Almennar framtalsleiðbeiningar RSK má finna á slóðinni hér að neðan

http://www.rsk.is/ws/cm/file/rsk_0801_2010.is.pdf

 

Leiðbeiningar fyrir landbúnaðarframtal frá RSK má finna á slóðinni hér að neðan

http://www.rsk.is/ws/cm/file/rsk_0810_2010.is.pdf