Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Disney greiddi skaðabætur fyrir fréttaumfjöllun um nautakjöt!

29.08.2017

Bandaríska stórfyrirtækið Disney, sem m.a. á og rekur fréttastöðina ABC News, þurfti fyrr í sumar að greiða skaðabætur fyrir fréttaumfjöllun ABC News. Ástæðan var umfjöllun fréttastöðvarinnar um notkun á kjötlími eða því sem stundum er kallað „pink slime“. Í frétt ABC News árið 2012 var því haldið fram að kjöt frá fyrirtækinu Beef Products Inc. væri svo meirt og gott að margir fullyrtu að fyrirtækið notaði kjötlím til þess að ná þessari áferð. Fréttamaður ABC, Jim Avila, tók sérstaklega fram að kjötlím væri alls ekki skaðlegt og mætti auðvitað borða, en fréttin fór ekki vel í forsvarsmenn Beef Products Inc. Þeir töldu hana gefa kolranga mynd af fyrirtækinu og að fréttin hefði gefið ranga mynd af vinnslunni. ABC News var því umsvifalaust kært fyrir fréttaflutninginn og fóru forsvarsmenn Beef Products Inc. þegar fram á miklar skaðabætur, vegna slæmarar ímyndar sem umfjöllun ABC skapaði kjötvinnslufyrirtækinu.

Nú, fimm árum síðar, hefur svo málinu verið lokað sem sáttagreiðslu upp á 177 milljónir dollara eða tæplega 19 milljarða íslenskra króna. Mál þetta sýnir í hnotskurn hvernig réttarkerfið í Bandaríkjunum vinnur en samkvæmt erlendum fréttum um þetta mál er sagt að sáttagreiðslan svari til allra auglýsingatekna á ári sem ABC News fær í tengslum við aðalfréttatíma stöðvarinnar. Virkar sem áhugaverð aðferð við að reikna skaðabætur og svipar til fyrirkomulags við innheimtu sekta fyrir umferðarlagabrot í sumum löndum, þar sem upphæð sektarinnar er í beinu samræmi við tekjur þess sem fær sektina/SS.