Beint í efni

Dicyandiamide finnst í mjólkurvörum Fonterra

29.01.2013

Í lok síðustu viku greindu yfirvöld í Nýja-Sjálandi frá því að fundist hefðu leifar af dicyandiamide í nokkrum mjólkurvörum frá Fonterra. Þetta efni, einnig þekkt sem DCD eða DICY, er borið á tún sem eru beitt í þeim tilgangi að draga úr útskolun á nítrati og virkar það afar vel. Sem viðbrögð við þessu hafa áburðarsalar landsins nú þegar stöðvað sölu á efninu á meðan frekari rannsóknir fara fram á umfangi málsins.

 

Í raun eru ekki til alþjóðlegir staðlar fyrir það hve mikið af þessu efni má finnast í mjólk og mjólkurvörum, enda er efnið ekki talið skaðlegt fólki nema við inntöku á miklu magni. Þrátt fyrir það er tilvist þess slæmt högg fyrir mjólkuriðnað landsins, eða getur orðið það í það minnsta. Fonterra brást þegar við og sendi frá sér tilkynningu á föstudaginn þar sem innleggjendum er bannað að nota dicyandiamide þar til annað er ákveðið, þrátt fyrir augljós jákvæð áhrif efnisins á útskolun af nítríti.

 

Hvaða áhrif þetta mál hefur á markaðsstarf Fonterra er algjörlega óljóst á þessu stigi en sem kunngugt er þá er Fonterra lang stærsta einstaka fyrirtækið í útflutningi mjólkurvara í heiminum/SS.