Deutz-Fahr með stærstu dráttarvél í heimi!
14.01.2012
Deutz-Fahr er nú með í hönnun og frumframleiðslu nýja dráttarvél sem á að verða sú stærsta í heimi eða 440 hestaöfl. Það er þó ástæðulaust að rjúka strax í dag í Þór hf. og panta eitt stykki, vélin kemur fyrst á markað haustið 2013. Undanfarin ár hefur Deutz-Fahr verið nokkuð á eftir hinum stóru samkeppnisaðilunum á markaðinum og því reyndist nauðsynlegt að taka hraustlega á. Nú vinnur þróunarsvið hins ítalska SDF Group (SAME Deutz-Fahr), sem á og rekur Deutz-Fahr, að því að koma með hörku vel sem verður sú öflugasta sem völ er á í heiminum.
Fyrir áhugasama um þetta stórverkefni hefur verið komið upp sérstakri heimasíðu og Facebook síðu um verkefnið þar sem áhugafólki er boðið að skrá sig og fylgjast með verkefninu. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni: www.440hp.com. Þá er einnig komið kraftmikið kynningarmyndband á YouTube vefinn sem sjá má hér: http://www.youtube.com/watch?v=AS8XinLnXd8
SDF Group er stærsta einkarekna fyrirtækið í heimnum sem framleiðir dráttarvélar og er markaðshlutdeild þess talin vera 25-35% í Evrópu og er fyrirtækið fjórða stærsta á sviði dráttarvélaframleiðslu í heiminum/SS.