Beint í efni

DeLaval kynnir hringekjumjaltaþjón

20.09.2010

Þann 14. september sl. tilkynnti mjaltatækjaframleiðandinn DeLaval um ákveðin tímamót í mjaltatækni en á landbúnaðarsýningunni EuroTier, sem haldin verður í Hannover 16.-21. nóvember n.k. mun fyrirtækið kynna nýjan hringekjumjaltaþjón, DeLaval AMR™ (AMR stendur fyrir Automatic Milking Rotary). Er þetta þróaðasti mjaltabúnaður fyrirtækisins sem hentar á stórum kúabúum. Hann mun að sögn henta bæði fyrir lausagöngufjós og þar sem beitarbúskapur er viðhafður, t.d. á Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Þróunarvinnan á þessum búnaði hefur að talsverðu leyti farið fram í samstarfi við Future Dairy Project í Ástralíu.

Hér má sjá myndir af nýja hringekjumjaltaþjóninum. Þess má geta að hér á landi er ein mjaltahringekja í notkun, á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit.