Beint í efni

DeLaval keypti Uniform-Agri

11.07.2013

Hollenska fyrirtækið Uniform-Agri er nú komið í eigu DeLaval en fyrirtækið hafði náð sterkri stöðu í sölu bústjórnunarforrita fyrir kúabú. Í stað þess að verja miklum fjármunum í þróun búnaðar keypti DeLaval bara upp þennan samkeppnisaðila en Uniform-Agri mun þó áfram verða markaðssett og rekið sem sjálfstæð deild innan DeLaval.

 

Uniform-Agri, sem er með höfuðstöðvar sínar í Assen í Hollandi, náði sterkri stöðu á markaðinum með bústjórnarforrit vegna afar góðra og fjölbreyttra möguleika sem forritið bauð upp á og hve áræðanlegt það var fyrir kúabændurna. Með búnaðinum má t.d. stjórna öllu skýrsluhaldi úr lófatölvu með einföldum hætti en tölvan nær að tengjast flestum nútíma tölvubúnaði sem notaður er í fjósum og tengir m.a. saman bæði skýrsluhald og margskonar vélbúnað í fjósum/SS.