DeLaval hyggst leita eftir samstarfi við Fóðurblönduna hf.
09.10.2009
Eftir gjaldþrot Vélavers hf í sumar hafði nokkur hópur bænda samband við LK vegna þess að þeir höfðu áhyggjur af þjónustu og aðgengi að varahlutum í mjaltabúnað. Í morgun barst eftirfarandi skeyti frá Øyvind Erikstad, þjónustu- og markaðsstjóra DeLaval í Noregi:
„DeLaval hyggst leita eftir samkomulagi við Fóðurblönduna hf í Reykjavík, með það að markmiði að koma á langtíma samstarfi við fyrirtækið um sölu og þjónustu á DeLaval búnaði á Íslandi.
Á sama tíma vill fyrirtækið þakka starfsmönnum Vélavers fyrir góð störf í þágu DeLaval.
Nánari upplýsingar verða gefnar síðar“.
Hér að neðan er skeytið á upprunalegu tungumáli:
DeLaval has decided to write a letter of intention with the company; Fodurblandan in Reykjavik with the aim to conclude a long term cooperation agreement for sale and service of new and existing DeLaval products in Iceland.
At the same time we would like to thank the employees in Vélaver for their good work with DeLaval.
Further information will be sent out later.
Best regards,
Øyvind Erikstad
Markedssjef Sales Support