Beint í efni

Deildarfundur í Norðausturdeild hjá Auðhumlu á morgun

02.03.2011

Á morgun, fimmtudaginn 3. mars, verður haldinn deildarfundur Auðhumlu í Norðausturdeild.  Fundurinn verður haldinn í Sveinbjarnargerði og hefst kl. 11:00. Á fundinum verður farið yfir rekstur Auðhumlu og MS og rekstrarniðurstöður ársins 2010 birtar. Þá verður farið yfir helstu atriði sem snúa að sölu og markaðsstarfsemi, m.a. útflutningsmál. Þá verður einnig farið yfir vinnslu- og dreifingarkostnað mjólkur, rætt um flutningskostnað og þá möguleika sem eru til sparnaðar við þá auk þess sem rætt verður um verðlagsmálin. Þessi mál og fleiri verða rædd og

er ástæða til þess að hvetja kúabændur viðkomandi deildar til þess að mæta og ræða stöðu greinarinar við forsvarsmenn Auðhumlu.

 

Síðasti deildarfundur Auðhumlu verður svo haldinn föstudaginn 4. mars í Breiðafjarðardeild. Fundurinn verður haldinn í Hótel Ísafirði og hefst kl. 13:00.