Beint í efni

Deildarfundir um sameiningu MS og MBF næstu daga

29.03.2005

Í þessari viku og byrjun næstu verða haldnir deildarfundir í aðildarfélögum MS á Norður- og Vesturlandi. Á þeim fundum verður kosið um hvort sameina eigi MS og MBF í eitt fyrirtæki, en vegna samvinnulaganna verða allar deildir að samþykkja samrunann og ef ein deild er á móti verður sameiningin felld. Fundirnir verða sem hér segir: 30. mars í Austur-Húnavatnssýslu, 31. mars í Borgarfirði, 1. apríl í Vestur-Húnavatnssýslu, 4. apríl í Dalasýslu og 5. apríl á Suðurlandi. Samruninn hefur þegar verið samþykktur í einni deild, Mjólkursamlagi Kjalarnesþings.