Beint í efni

Deildarfundir Auðhumlu standa nú yfir

05.03.2012

Þessa dagana standa yfir deildarfundir Auðhumlu og má sjá hér fyrir neðan fundadagatalið. Fundunum er raðað þannig að byrjað var sunnanlands 2. mars sl. og svo er farið rangsælis kringum landið. Gert er ráð fyrir síðasta fundinum í Borgarfirði 14. mars.
 
Deildarfundir Auðhumlu eru mjög mikilvægur vettvangur fyrir stjórn og stjórnendur Auðhumlu til að hlusta eftir viðhorfum almennra félagsmanna og til þess að koma á framfæri upplýsingum um starfsemina.

 

Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Auðhumlu, og Einar Sigurðsson, forstjóri, flytja inngangserindi á fundunum, fara yfir rekstur félagsins, markaðsstöðu mjólkurafurða, þróun í framleiðslunni og breytingar á vinnslufyrirkomulagi. Að því loknu verða umræður og fyrirspurnir. Aðalfundur Auðhumlu verður haldinn á Selfossi 13.apríl nk. /SS.

 

Skipulag deildarfunda:

Dags. Kl. Staður Deild
2.mar 11:30  MS Selfossi Flóa- og Ölfusdeild
5.mar 11:30  Kaffi-Sel Flúðum Uppsveitadeild
6.mar 11:30  Hótel Hvolsvöllur Mýrdalsdeild / Eyjafjalladeild / Landeyrjadeild/Fljótshlíðar-, Hvols og Rangárvalladeild/Holta-, Landmanna-,Ása- og Djúpárdeild
7.mar 11:30  Hótel Kirkjubæjarkl. Skaftárdeild
7.mar 20:30  Hótel Smyrlabjörg Austur-Skaftafellsdeild
8.mar 13:30  Gistihúsið Egilsstöðum Austurlandsdeild
9.mar 11:30  Hótel Sveinbjarnargerði Norðausturdeild
10.mar 11:30 Víðihlíð í Víðidal Austur-Húnaþingsdeild / Vestur- Húnaþingsdeild
12.mar 12:00  Leifsbúð Búðardal Breiðafjarðardeild
13.mar 11:30  Hótel Ísafjörður Breiðafjarðardeild
14.mar 11:30  Hótel Borgarnes Snæfellsnes- og Mýrardeild / Borgarfjarðardeild / Hvalfjarðardeild