Beint í efni

Deildafundir búgreina 2024

12.01.2024

Deildafundir búgreina 2024


Deildafundir búgreina verða haldnir á Hilton Nordica dagana 12.-13. febrúar 2024.

Deilarfundur hrossbænda mun fara fram 12. febrúar 2024.

Þar koma deildirnar saman og ræða málefni sinnar búgreinar meðal sinna jafningja.

Þessir fundir eru mikilvægir fyrir stefnu hverrar deildar og ætti að vera eftirsóknarvert fyrir alla bændur að mæta og láta sig málin varða.

Hægt er að skila inn tillögum fyrir Deildafundi búgreina til klukkan 12:00 þann 15. janúar

Aðalfundur Félags hrossabænda verður að loknum Deildafundi hrossabænda.

Skráning fulltrúa á deildafund búgreina fyrir aðrar deildir en alifugla-, eggja, garðyrkju-, geit-, hrossa-, landeldis-, loðdýra- og svínabændur má finna hér. Skráning stendur yfir til 5. febrúar.

Hægt er að bóka gistingu fyrir deildafundina hér. Sérkjör á gistingu eru aðgengileg til 15.janúar 2024.

Hilton Reykjavik Nordica

Einstaklingsherbergi ásamt morgunverði: 35.750 ISK hverja nótt.

Tveggja manna herbergi ásamt morgunverði: 39.600 ISK hverja nótt.

Skattar og gjöld innifalin í verði.

Athugið að gera edit stay til að stilla af dagsetningar þegar gisting er bókuð, ef þörf er á.

Sjá skýringarmynd: