Beint í efni

Danskt fangelsi í vanda

11.06.2011

Fangelsismálayfirvöld í bænum Renbæk í Danmörku hafa nú auglýst opinberlega eftir strokuföngum, með því að auglýsa í smáauglýsingum hérðasfréttablaða. Þetta væri vært í frásögur færandi ef ekki væri um 3 kvígur að ræða. Fram kemur í auglýsingunni (sjá meðfylgjandi mynd) að kvígurnar eru svartskjöldóttar, sex mánaða gamlar og uppgötvaðist flótti þeirra fimmtudaginn 26. maí sl.

 

Hafi einhver orðið þeirra var, er viðkomandi beðinn að slá á til fangelsisvarðanna í uppgefna farsíma. Líklega má bæta því við að ekki er óalgengt að búfé sé notað víða um heim til þess að halda niðri gróðri á svæðum sem alla jafnan er erfitt að hirða. Telur skrifari þessarar fréttar að líkurnar séu meiri en minni á því að um slíka vinnugripi hafi verið að ræða, frekar en afbrotakvígur/SS.