Beint í efni

Danskir neytendur horfa fremur á verð en gæði

25.01.2010

Fjármálakreppan er nú farin að hafa greinileg áhrif á innkaupsvenjur danskra neytenda. Fyrir tveimur árum voru gæði og ferskleiki efst á blaði, í dag er það verðið sem hefur afgerandi áhrif hjá um þriðjungi neytenda. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Synovate hefur framkvæmt fyrir dönsku bændasamtökin, Landbrug og Fødevarer.

Í ágúst 2007 réð ferskleiki ferðinni hjá 28% neytenda og hollusta hjá 23%. Aðeins 15% létu verðið ráða hvort varan lenti í innkaupakörfunni eður ei. Í nóvember 2009 er staðan önnur: ekki færri en 29% sögðu að verðið réði mestu, á meðan ferskleiki (18%) og hollusta (15%) voru í öðru og þriðja sæti.

 

Að sögn Klaus Jørgensen, ráðunautar hjá L&F, er eðlilegt að borgararnir verði meira uppteknir af verði á krepputímum. Þó megi segja með vissu að rannsóknin sýnir að áherslur neytenda hafa tekið miklum breytingum á stuttum tíma

 

Heimild: www.maskinbladet.dk