Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Danskir kúabændur krefjast 10% hærra afurðaverðs

31.07.2007

Vaxandi óánægja er meðal danskra og sænskra innleggjenda hjá  mjólkuriðnaðarfyrirtækinu Arla Foods, með verðið sem fyrirtækið greiðir bændum fyrir mjólkina. Hafa nokkrir stórir framleiðendur hætt sem félagsmenn hjá fyrirtækinu og stofnað samvinnufélagið Danish Dairy, sem ætlað er að flytja út mjólk til Þýskalands, þar sem afurðaverð er talsvert hærra og hefur tekið mið af hækkuðu heimsmarkaðsverði á mjólkurafurðum að undanförnu. 

Samtökin Danske Mælkeproducenter og Sveriges Mjölkbönder krefjast þess því að Arla hækki mjólkurverðið þegar í stað um 25 danska aura (um 10%). Að sögn formanns DM mun hækkun um 25 aura þó eingöngu duga á móti auknum tilkostnaði við framleiðsluna, jafnframt hafi dótturfyrirtæki Arla í Englandi hækkað mjólkurverð til bænda þar, svo það sé sanngirnismál að verð til danskra og sænskra bænda, sem eiga fyrirtækið, hækki líka. DM búast einnig við því að verðið til bænda hækki í janúar og apríl n.k. Verði Arla Foods ekki við tilmælum félaganna, verða afleiðingarnar tvenns konar: aukinn fjöldi danskra bænda muni senda mjólkina suður fyrir landamærin og fjöldi sænskra framleiðenda mun hætta framleiðslu, þar sem hún gefur óviðunandi afkomu. Stjórn Arla mun funda í næstu viku, má þar vænta ákvarðana í málinu.